Eyvindur Karlsson – One Bad Day

Eyvindur Karlsson hefur fengist við tónlistarsköpun síðan um aldamót, og semur og flytur gjarnan tónlist undir listamannsnafninu One Bad Day. Tónlist hans hefur gjarnan verið líkt við listamenn á borð við Tom Waits, Nick Cave, Neil Young og aðra þeim dúr. Hann hefur verið virkur í þjóðlagatónlistarsenunni á Íslandi, og hefur auk þess ferðast víða um lönd til að spila. Að auki hefur Eyvindur samið tónlist fyrir leikhús, þar á meðal í leiksýningunum Ubba Kóngi, Góða dátanum Svejk og Í skugga Sveins, en síðastnefnda sýningin hlaut Grímuverðlaun sem barnasýning ársins 2018.

Fyrsta sólóplata Eyvindar, A Bottle Full of Dreams, kom út í júní 2018 og hlaut góðar viðtökur. Hún var meðal annars valin plata vikunnar á Rás 2.

Lagasmíðastíllinn sækir áhrif víða, en er þó grundvallaður í þjóðlagatónlist, einkum af amerísku kyni. Þetta er í raun haganlega soðinn „americana“-grautur með vísun í kántrí, rokk, þjóðlagastef og myrkrablús. Textarnir – enskir – eru heimsósómalegir og melankólískir mjög, sungið um brostna drauma og óuppfylltar þrár („If this is a nightmare, let me sleep on“). Eyvindur er giska orðhagur og fær mann til að brosa reglulega í kampinn, enda hendingarnar viljandi ýktar víðast hvar. Það er í raun leikhúsbragur yfir mörgu hér.
-Arnar Eggert Thoroddssen í Popplandi á Rás 2

Hér fyrir neðan má heyra nokkur tóndæmi.

Hér fyrir neðan eru svo nokkur dæmi af leikhústónlist:

Ubbi kóngur

Leikfélag Hafnarfjarðar, 2015

Þessi sýning hefur einnig verið sýnd í Austurríki, Mónakó og Tékklandi.

Góði dátinn Svejk og Hasek vinur hans

Gaflaraleikhúsið, 2016

Í skugga Sveins

Gaflaraleikhúsið, 2018

>