Vantar skemmtiatriði?

Eyvindur Karlsson er vanur skemmtikraftur sem spilar frumsamin lög í bland við tökulög, segir sögur og gleður mannskapinn. Hægt er að ráða hann í minni og stærri samkomur til að spila, syngja, segja sögur og hvaðeina.

Eyvindur hefur fengist við tónlistarflutning og gamanmál í á annan áratug og hefur komið víða við. Hann hefur samið tónlist fyrir leiksýningar (meðal annars Grímuverðlaunasýninguna Í skugga Sveins, hvar hann fór líka með hlutverk titilpersónunnar), gefið út tónlist, spilað og sungið á minni og stærri tónleikastöðum og komið fram á viðburðum fyrir bæði Íslendinga og útlendinga. Eyvindur rekur ferðaþjónustufyrirtækið Follow Me, sem sérhæfir sig í skemmtanahaldi fyrir ferðamenn, og er jafnvígur á íslensku og ensku.

Hér að neðan eru nokkur brot af því sem Eyvindur hefur fengist við í tónlist undanfarin ár.

Hér geturðu lagt inn fyrirspurn um bókun á tilteknum tíma. Athugaðu að þetta er einungis fyrirspurn og alls engin skuldbinding, fyrir hvorugan aðila. Endilega vertu í sambandi og skoðum málið.

>