September 15

Melodica Nashville – Hjálpið mér að komast til tónlistarborgarinnar

0  comments

Nú vantar mig hjálp! Ég er bókaður að spila á Melodica festival í Nashville í Tennessee eftir mánuð. Sem er frábært, nema þetta er dýrt spaug. Og þess vegna er ég með smá söfnun til að hjálpa mér að standa straum af þessu og láta drauminn um að spila í tónlistarhöfuðborginni rætast.

Melodica hátíðin er sjálfboðahátíð sem ég hef spilað á í Reykjavík síðustu 12 árin, og ég kom sjálfur Melodicu í Hafnarfirði á koppinn. Ég hef líka spilað á Melodica hátíðinni í Nottingham. Í fyrra hóf ég þá hefð að fá mér húðflúr fyrir hvern Melodicustað sem ég kem fram á, og nú er ég með þrjú flúr, fyrir Reykjavík, Hafnarfjörð og Nottingham. Í október bætist við Nashville flúr.

SMELLTU HÉR TIL AÐ LEGGJA SÖFNUNINNI LIÐ!

Til að safna peningum svo ég ráði við ferðalagið held ég fjáröflunartónleika í Djúpinu (í kjallaranum á Horninu) næstkomandi fimmtudagskvöld, 19. september kl. 21.00. Staðurinn er lítill, svo það er hægt að kaupa miða fyrirfram á söfnunarsíðunni. Velunnarar geta valið hvað þeir borga fyrir miðann, svo það er gott tækifæri til að styðja við þetta ferðalag. Sömuleiðis er hægt að kaupa plötur og boli, nú eða bara gefa peninga beint. Það er líka hægt að millifæra:

One Bad Day slf
kt. 550518-1390
0133-26-014065

Þakka ykkur kærlega fyrir stuðninginn. 🙂


Tags


You may also like

Trouble – A Short Story

Trouble – A Short Story
{"email":"Email address invalid","url":"Website address invalid","required":"Required field missing"}

My music is comfort food for your ears!

Sign up now and receive two songs for free

>